Ný staðsetning

Kæru vinir, ég hef fært starfsemi mína í stúdíóið LEIÐIN HEIM, Laugavegi 178 við Bolholt, 3. hæð, sem er einungis 30 metra frá núverandi staðsetningu og er vel merkt við inngang. Hlakka til að sjá ykkur.

Endurheimtu þitt náttúrulega jafnvægi

KAP stendur fyrir Kundalini Activation Process. Kundalini-orkan er grunnuppspretta allrar lífsorku innra með öllum lifandi verum, uppspretta allrar orku sem við notum í daglegu lífi. Í KAP-tímum vinnum við í því að endurvekja lífsorku þína og koma henni í jafnvægi. Líkaminn býr yfir þeim einstaka eiginleika að geta komið jafnvægi á sig aftur, endurnýjað sig og læknað – þegar lífsorkan er í jafnvægi.

Lesa meira
Kap Tímar

Kap Tímar

5.500 kr

Mælt er með því að þú mætir í þægilegum fatnaði. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum. Þú liggur einfaldlega á jógamottu og/eða teppi á gólfinu í u.þ.b. klukkustund, færð snertingu yfir ákveðna punkta líkamans, s.s. enni, bringubein, lófum og iljum og lífsorkan leitar þangað sem hennar er þörf. Stundum finnst þátttakendum eins og þeir séu límdir við gólfið, þeir ná dýpri slökun en nokkru sinni fyrr (eins og í djúpu hugleiðsluástandi) á meðan aðrir upplifa líkamleg viðbrögð, t.d. ósjálfráðar hreyfingar, skjálfta, danshreyfingar eða hláturskast. Allt er þetta eðlilegt þegar lífsorkan þín fer af stað.

Upplifunin er einstaklingsbundin og 90% þátttakenda finna svörun í fyrsta tíma. Fyrir einstaka aðila tekur nokkra tíma að ná fyrstu viðbrögðum. Tilfinningarleg hreinsun getur átt sér stað í tímunum, svo sem gömul sorg eða reiði, en öll viðbrögð þín, bæði andleg og líkamleg, eru rétt fyrir þig á hverjum tíma. Margir einstaklingar finna fyrir breytingum næstu daga eftir KAP-tíma, svo sem betri svefn, meira jafnvægi, jákvæðara lundarfari, ánægjulegri samskiptum og almennt meiri vellíðan í lífinu.

 

Umsagnir

Bjartur Guðmundsson

Ég hef farið nokkrum sinnum í KAP hjá henni Þóru og langar að segja frá því hvað ég er hrifinn. Það er erfitt að lýsa því sem gerist en áhrifin eru mögnuð! Ég upplifði að það losnaði um erfiðar tilfinningar og opnaðist fyrir jákvæðar tilfinningar eins og kærleika og ást. Þóra er frábær í því að leiða fólk í gegnum ferðalagið því henni er virkilega annt um þáttakendur og skapar umhverfi þar sem öryggi, traust og kærleikur ráða ríkjum. Fyrir vikið öðlast þáttakendur hugrekki til að berskjalda sig fyrir hverju því sem það kann að upplifa og mæta því af heiðarleika. Þetta er gjöf sem allir ættu að gefa sér. Ég mæli 100% með KAP hjá Þóru. Takk fyrir mig.

Sunneva Birgisdóttir

Ég er ævinlega þakklát fyrir að Þóra hafi boðið mér að koma í KAP með sér í ágúst'18. Það sem hefur breyst er dramatísk, falleg og kærleiksrík vegferð (eins og ég vil kalla fyrir og eftir kap). Mitt dagsdaglega líf breyttist. Ég breyttist til hins betra. Kvíðinn fór, ég varð þolinmóðari og jarðtengdari, fór að hlusta á hjartað mitt og hugsanir mínar voru bara þarna og hætti að taka þær alvarlega (ofhugsa ekki). Ég get haldið endalaust áfram!! Takk Þóra og thank you Venant for changing my life drastically. I love you for that. I am forever greatful and my heart belongs to kap. This is my gym, my motivation for life and wow I get emotional even talking about this change in my life for the better. 

Pétur Bragason

KAP hefur breytt lífi mínu. Þetta eru yndislegir tímar í frábærum félagsskap. Upplifunin er aldrei eins og oft mjög öflug. Áhrifin hafa sest að miklum krafti í hjartanu og eru komin til að vera. Mér líður þannig að ég sé orðin aftur eins og lítill glaðvær strákur. Leik mér í grasinu, syng á hjólinu og sulla í sjónum. Næg orka, hjartað fullt af ást, óhræddur, allt sé mögulegt og hjartað ráði för.

Saga Lluvia Sigurðardóttir

Heil og sæl öllsömul! 
Èg var svo heppin síđastliđinn sunnudag ađ góđ vinkona bauđ mèr ađ koma međ sèr á KAP.
Èg hafđi aldrei heyrt um þađ àđur.
En èg mætti međ opnum hug og spennt ađ prufa eithvađ nýtt.
Èg hefđi ekki trúađ því sjàlf hvađ 1 tími myndi breyta miklu hjà mèr.
Þetta er mögnuđ upplifun!!
 Sjàlfsagt mismunandi hjà hverjum og einum OG mismunandi í hvert skipti en þetta er fallegt ferđalag sem er svoo þess virđi ađ leggja af stađ í.
Èg fann greinilega ađ èg losađi um erfiđar og þungar tilfinningar svo tók viđ einstakt alsælu àstand sem var svo innilegt. Ekkert nema àst og kærleikur í hverri frumu.
Daginn eftir fór èg í yoga og var hissa à hversu auđvelt eg àtti med ađ "slökkva á hausnum" og fara inná viđ, finna, vera og þiggja.
Þessa 3 daga síđan èg fór í KAP hefur mèr fundist èg rosalega mikiđ í núinu àn þess ad þurfa ađ leggja mig eitthvađ sèrstaklega mikiđ fram viđ þađ. Núvitund getur veriđ svo mikiđ "challenge".
Baara þessi "litla" breyting gerir þetta svo þess virđi og mikiđ hlakka eg til ađ halda áfram ađ sjá hvađa fleiri breytingar, tilfinningar, upplifanir KAP mun bjóđa mèr uppà.
Þóra Hlín Friðriksdóttir er alger engill í mannsmynd ađ færa okkur þessa einstöku gjöf.
Takk fyrir mig.

Disa Lareu

Ég prófaði KAP hjá Þóru Hlín og mæli eindregið með því. Þetta var frábær upplifun. 
Hún tileinkar sér það sem hún gerir af ástríðu og gefur mikið af sér.

Fjölmiðlaumfjallanir